Um þjónustu Tungumálavers
Undirstöðukunnátta sem nemandi þarf að hafa til að geta stundað nám í norsku, sænsku eða pólsku á vegum Tungumálavers, er að
- skilja allvel talaða norsku, sænsku eða pólsku
- geta lesið og skilið einfalda norska/sænska/pólska texta miðað við sinn aldurshóp
- geta gert sig skiljanlegan á töluðu norsku/sænsku/pólsku máli
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Á vegum Tungumálavers er boðið upp á:
- Kennsluráðgjöf í norsku, sænsku og pólsku til skóla og sveitarfélaga um allt land.
- Markmið með kennsluráðgjöf er að aðstoða þá kennara og leiðbeinendur sem annars norsku og sænskukennslu í heimaskóla við að gera kennsluna betri og markvissari.
- Staðbundna kennslu í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í grunnskólum Reykjavíkur.
- Netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 9. og 10. bekk af öllu landinu.
Skráning fer fram í þremur þrepum
a) Skráning upplýsinga um heimaskóla
b) Skráning upplýsinga um greiðanda (Ath! Skólar í Reykjavík skrá Skóla- og frístundasvið sem greiðanda)
c) Skráning nemenda
Skráðu nýjan skóla hér
Nánari upplýsingar um Tungumálaver eru hér
Innskráning fyrir starfsmenn Tungumálavers
Leiðbeiningar um hvernig skráning nemenda er flutt milli skólaára.